Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

MIH félagar, takið laugardaginn 12. febrúar 2022 frá - 12. nóv. 2021

Stjórn MIH hefur ákveðið að aðalfundur félagsins verði haldinn laugardaginn 12. febrúar næstkomandi. Í kjölfar þessarar ákvörðunar hóf skemmtinefnd félagsins undirbúning að staðarvali. Niðurstaðan var að aðalfundur og árshátíð verður á Hótel Selfossi. Búið að er taka frá herbergi á hótelinu fyrir alla þá sem vilja. Frekari auglýsing verður send á félagsmenn þegar nær dregur.

Félagsmönnum MIH fjölgar eftir fjölmennan fund - 12. nóv. 2021

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, hélt fjölmennan fund á veitingastaðnum Kænunni í Hafnarfirði fyrir skömmu. Félagsmenn MIH buðu meisturum sem ekki eru nú þegar félagsmenn í meistarafélagi til fundarins. Gestir fundarins voru um 70, þar af voru um 20 utanfélags-gestir. Í lok fundar höfðu fjölmargir sótt um inngöngu í MIH.

Lesa meira

MIH heldur "súpufund" - 22. sep. 2021

MIH heldur "súpufund" föstudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 16.30. Félagsmenn eru  hvattir til að mæta. 

Skrifstofa MIH er lokuð vegna sumarleyfa - 29. jún. 2021

Opnar aftur 3. ágúst.

Stjórn MIH endurkjörin - 11. maí 2021

Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn fyrir skömmu. Fundarmönnum var skipt í tvö sóttvarnarhólf. Jón Þórðarson, formaður, flutti skýrslu stjórnar um störf síðasta árs og greindi frá nefndarstörfum, félagsmálum almennt, samstarfi við SI og samskiptum við Hafnarfjarðarbæ. Þá fór formaður inn á komandi tíma og horfur í atvinnumálum og fleira.

Lesa meira