Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Meistaramóti MIH í golfi lokið - 4. júl. 2018

Átjánda Meistaramót MIH í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn. Nánast alltaf hefur veðrið verið gott þegar þetta mót hefur verið haldið og var engin undantekning nú. Þótt ótrúlegt sé var einungis smá úrkoma á fyrstu tveimur brautunum og síðan ekki söguna meir. Hlýtt var í veðri og logn, nokkuð sem þekkist ekki á Suð-Vesturlandinu þetta sumarið eins og allir vita.

Lesa meira

Afmælis golfmót MIH 2018 - 18. maí 2018

Í tilefni afmælis MIH var ákveðið að finna algerlega nýjan stað fyrir golfmót félagsins. Golfmót MIH 2018 verður haldið í Vestmannaeyjum nánar tiltekið 29. júní.

Takið daginn strax frá í dagbókum ykkar.

Frekari upplýsingar verða sendar fljótlega í júní.

MIH stóð fyrir framboðsfundi - 26. apr. 2018

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði stóð fyrir fundi í hádeginu í dag þar sem öllum framboðum til sveitastjórnar í Hafnarfirði var boðið að kynna áherslumál sín í byggingar- og mannvirkjamálum. Hér má sjá frétt um sama efni á heimasíðu SI:

Lesa meira

Stór dagur í sögu MIH í dag - 13. jan. 2018

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði fagnar þessum degi með félagmönnum og mökum þeirra. Nú er ástæða til að koma saman og fagna þessum tímamótum, líta yfir farinn veg og spá í framtíðina.

Afmælisár framundan hjá MIH - 29. nóv. 2017

Þann 13. janúar 2018 er komið að miklum tímamótum hjá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Félagið á fimmtíu ára afmæli þann dag og ætlar að gera vel við félaga sína á afmælisdeginum og reyndar á þessu ári með ýmsum viðburðum. Lesa meira