Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Aðalfundur og árshátíð MIH lokið - 20. feb. 2024

Aðalfundur Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) var haldinn á Hótel Selfossi 17. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

Aðalfundur og árshátíð MIH - 28. nóv. 2023

Takið laugardaginn 17. febrúar 2024 frá. Ákeðið hefur verið að aðalfundur og árshátíð MIH verði haldin þennan dag á Hótel Selfossi. Nánari upplýsingar munu berast félagsmönnum síðar í desember.

Súpufundur MIH í Kænunni - 15. sep. 2023

Stjórn MIH hefur ákveðið að boða til „súpufundar“ þar sem umræðuefnið er kynning á nýrri bókunarsíðu orlofshúsa MIH. Einnig mun Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri, ræða bygginga- og mannvirkjamál í Hafnarfirði.

Golfmót MIH haldið í Borgarnesi 8. júní 2023 - 12. apr. 2023

Takið frá fimmtudaginn 8. júní næstkomandi. Þennan dag verður hið árlega golfmót MIH haldið í Borgarnesi. Ný skemmtinefnd ákvað að breyta verulega frá fyrri hefð og flýta golfmótinu. Megin ástæðan er að til að fá aðgang að bestu völlunum var ekkert annað í boði en að flýta dagsetningu.

Lausar vikur til næstu áramóta, í orlofshúsi MIH á Spáni, komnar á heimasíðuna. - 17. mar. 2023

Stjórn MIH ákvað að bjóða félagsmönnum að sækja um vikur í orlofshúsi félagsins á Spáni alveg til næstu áramóta. Nú hafa þær vikur sem ekki var sótt um verið settar á heimasíðuna, sjá undir orlofshús.