Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskaði eftir umsögn MIH - 19. jún. 2025

MIH fékk nýja húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar til umsagnar. MIH fagnar því að Hafnarfjarðarbær leiti umsagnar félagsins, hefði þó viljað lengri frest en skilaði umsögn á tilsettum tíma. Hér er frétt um málið, ásamt umsögninni, á heimasíðu SI, https://www.si.is/frettasafn/mih-fagnar-vandadri-husnaedisaaetlun-hafnarfjardar. Hægt er að nálgast drög að húsnæðisáætluninni á heimasíðu Hafnarfjarðar, reyndar á bæjarstjórn eftir að staðfesta hana, fundur Skipulags- og byggingarráð fundur 827 liður no. 11


Golfmót MIH 2025 - 4. mar. 2025

Golfmót MIH verður haldið á Flúðum föstudaginn 13. júní 2025. Nú er um að gera fyrir félagsmenn að taka þennan dag frá í dagbókum sínum.

Mikilvægi löggiltra iðngreina er mikið - 28. nóv. 2024

Á formannafundi allra meistarafélaga, fyrr í mánuðinum ,var lögð sérstök áherslu á að vekja máls á mikilvægi löggiltra iðngreina nú í aðdraganda kosninganna og munum við fylgja því eftir þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við.

Lesa meira

Aðalfundur og árshátíð MIH - 11. nóv. 2024

Eins og eldri frétt á heimasíðunni segir hefur verið ákveðið að aðalfundur og árshátíð MIH verði haldin laugardaginn 8. febrúar 2025.

Hátíðin verður haldin á Hótel Örk að þessu sinni. Auglýsing verður send félagsmönnum eftir miðjan desember 2024, þar koma m.a. fram upplýsingar um skráningu á herbergi ofl..

Takið daginn frá.

Vinnustaðanámssjóður hefur opnað fyrir umsóknir - 14. okt. 2024

Verið duglegir að taka nema í ykkar iðngrein. Meistarar geta sótt um stuðning með nema, sjá hér .