Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Fjölmennt var á aðalfundi MIH - 22. feb. 2019

Ánægjulegt var að sjá hversu vel var mætt á aðalfund félagsins laugardaginn 16. febrúar síðastliðinn. Nýjir félagar komu í stjórn og tilfærsla var á hlutverkum ýmissa stjórnarmanna. Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um aðalfundinn

https://www.si.is/frettasafn/nyr-formadur-mih


Fjölmennur súpufundur MIH - 30. jan. 2019

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði hélt súpufund fyrir stuttu þar sem ný Mannvirkjagátt Mannvirkjastofnunar var kynnt. Um síðustu áramót öðluðust gildi ákvæði Laga um mannvirki og byggingarreglugerðar þar sem megin reglan er að byggingarstjóri framkvæmir áfangaúttektir sjálfur og skal notast við Mannvirkjagátt Mannvirkjastofnunar.

Lesa meira

Félagar MIH. Takið frá laugardaginn 16. febrúar 2019 - 3. des. 2018

Ákveðið hefur verið að aðalfundur og árshátíð félagsins verði haldin laugardaginn 16. febrúar 2019. Boðið verður uppá brunch fyrir aðalfund og árshátíðn verður síðan um kvöldið. Nánar auglýst síðar.

Ágúst Pétursson, formaður MIH, var meðal fyrirlesara á fjömennum fundi um gæðakerfi - 3. des. 2018

Það var fjölmennur fundur sem Mannvirkjaráð SI og IÐAN fræðslusetur héldur í morgun í Húsi atvinnulífsins þar sem fjallað var um gæðastjórnun í byggingariðnaði þegar hátt í 100 manns mættu. Á fundinum sem er annar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði var fjallað um hlutverk iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnunarstjóra út frá gæðastjórnun.

Lesa meira

Segið ykkar álit á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar - 14. nóv. 2018

Nú er kærkomið tækifæri á að segja sína skoðun á afgreiðslumálum/þjónustu Hafnarfjarðarbæjar, sjá frekari upplýsingar í þessari frétt. Ég hvet ykkur til að segja ykkar álit.

Lesa meira