Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Súpufundur MIH í Kænunni - 15. sep. 2023

Stjórn MIH hefur ákveðið að boða til „súpufundar“ þar sem umræðuefnið er kynning á nýrri bókunarsíðu orlofshúsa MIH. Einnig mun Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri, ræða bygginga- og mannvirkjamál í Hafnarfirði.

Golfmót MIH haldið í Borgarnesi 8. júní 2023 - 12. apr. 2023

Takið frá fimmtudaginn 8. júní næstkomandi. Þennan dag verður hið árlega golfmót MIH haldið í Borgarnesi. Ný skemmtinefnd ákvað að breyta verulega frá fyrri hefð og flýta golfmótinu. Megin ástæðan er að til að fá aðgang að bestu völlunum var ekkert annað í boði en að flýta dagsetningu.

Lausar vikur til næstu áramóta, í orlofshúsi MIH á Spáni, komnar á heimasíðuna. - 17. mar. 2023

Stjórn MIH ákvað að bjóða félagsmönnum að sækja um vikur í orlofshúsi félagsins á Spáni alveg til næstu áramóta. Nú hafa þær vikur sem ekki var sótt um verið settar á heimasíðuna, sjá undir orlofshús.

Aðalfundur og árshátíð MIH 2023. - 25. nóv. 2022

Aðalfundur og árshátíð MIH. Þessir viðburðir verða haldnir á Hótel Geysi 11. febrúar 2023. Takið daginn frá, auglýsing verður send síðar. Um leið og auglýsing verður send er hægt panta gistingu en félagið hefur tekið frá herbergi handa öllum væntanlegum gestum.

Einbýlishús MIH á Spáni - 2. okt. 2022

MIH hefur fengið einbýlishúsið á Spáni afhent

Lesa meira