Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Félagar MIH. Takið frá laugardaginn 16. febrúar 2019 - 3. des. 2018

Ákveðið hefur verið að aðalfundur og árshátíð félagsins verði haldin laugardaginn 16. febrúar 2019. Boðið verður uppá brunch fyrir aðalfund og árshátíðn verður síðan um kvöldið. Nánar auglýst síðar.

Ágúst Pétursson, formaður MIH, var meðal fyrirlesara á fjömennum fundi um gæðakerfi - 3. des. 2018

Það var fjölmennur fundur sem Mannvirkjaráð SI og IÐAN fræðslusetur héldur í morgun í Húsi atvinnulífsins þar sem fjallað var um gæðastjórnun í byggingariðnaði þegar hátt í 100 manns mættu. Á fundinum sem er annar í fundaröð um gæðastjórnun í byggingariðnaði var fjallað um hlutverk iðnmeistara, byggingarstjóra og hönnunarstjóra út frá gæðastjórnun.

Lesa meira

Segið ykkar álit á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar - 14. nóv. 2018

Nú er kærkomið tækifæri á að segja sína skoðun á afgreiðslumálum/þjónustu Hafnarfjarðarbæjar, sjá frekari upplýsingar í þessari frétt. Ég hvet ykkur til að segja ykkar álit.

Lesa meira

Meistaramóti MIH í golfi lokið - 4. júl. 2018

Átjánda Meistaramót MIH í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 29. júní síðastliðinn. Nánast alltaf hefur veðrið verið gott þegar þetta mót hefur verið haldið og var engin undantekning nú. Þótt ótrúlegt sé var einungis smá úrkoma á fyrstu tveimur brautunum og síðan ekki söguna meir. Hlýtt var í veðri og logn, nokkuð sem þekkist ekki á Suð-Vesturlandinu þetta sumarið eins og allir vita.

Lesa meira

Afmælis golfmót MIH 2018 - 18. maí 2018

Í tilefni afmælis MIH var ákveðið að finna algerlega nýjan stað fyrir golfmót félagsins. Golfmót MIH 2018 verður haldið í Vestmannaeyjum nánar tiltekið 29. júní.

Takið daginn strax frá í dagbókum ykkar.

Frekari upplýsingar verða sendar fljótlega í júní.