Aðalfundur MIH
Aðalfundur MIH var haldinn 14. febrúar síðastliðinn. Fundurinn fór vel fram og voru greinagóðar skýrslur fluttar úr starfi félagsins.
Ágúst Pétursson formaður flutti skýrslu stjórnar um störf síðasta árs. Formaður fjallaði meðal annars um nefndarstörf, félagsmál almennt, samstarf við SI, samskipti við Hafnarfjarðarbæ, komandi tíma og horfur í atvinnumálum og margt fleira. Skýrslan í heild sinni verður send félagsmönnum fljótlega.
Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóma enda rekstrarniðurstaðan mjög góð, einum vegna stöðugra leigutekna og lítils rekstrarkostnaðar.
Í fjárhagsáætlun var lagt til óbreytt félagsgjald og aukið framlag framlag til almennra funda félagsins. Fundarmenn fögnuðu þessu og samþykktu fjárhagsáætlunina samhljóða.
Á aðalfundinum voru sjö nýir félagar samþykktir inn í félagið. Það er ánægjulegt að iðnmeistarar sjá sér hag í að vera aðilar að meistarafélaginu.
Að þessu sinni var kosið um varaformann og gjaldkera ásamt varamönnum. Fráfarandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér áfram og komu engin mótframboð að þessu sinni. Aðalstjórn er óbreytt: Ágúst Pétursson formaður, Jónas Sigurðsson varaformaður, Jón V Hinriksson gjaldkeri, Jón Þórðarson ritari og Haukur B Gunnarsson meðstjórnandi. Varastjórn MIH: Sveinberg Gíslason, Gísli Ö. Sigurðsson og Hjálmar R. Hafsteinsson.
Eins og ávallt á aðalfundum félagsins er fenginn gestafyrirlesari. Að þessu sinni fengum við aðalhagfræðing Landsbankans, Ara Skúlason til að fjalla um byggingarbransann og tölulegar upplýsingar um stöðu hans frá hruni til dagsins í dag. Fundarmenn voru mjög ánægðir með fyrirlesturinn og skemmtilega uppsetningu hans. MIH þakkar Ara Skúlasyni kærlega fyrir erindið.