Aðild

Þeir sem óska eftir inngöngu í félagið skulu senda stjórn þess skriflega umsókn ásamt staðfestingu á að viðkomandi hafi réttindi til að kalla sig meistara í iðngrein sinni. Teljist viðkomandi fullnægja skilyrðum um aðild er það ákvörðun stjórnar hvort viðkomandi verður samþykktur sem nýr félagsmaður. Nýr félagsmaður telst fullgildur félagi þegar inntökugjald í félagið hefur verið greitt. Nýir félagsmenn skulu kynntir á næsta aðalfundi.

Samhliða inngöngu í MIH gerist nýr félagi aðili að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins fyrir sína hönd og fyrirtækis síns.   Þar með skuldbindur hann sig til að lúta þeim reglum og skyldum sem fylgir aðild að þessum félögum. 

Heimilt er að veita auka-aðild að félaginu að uppfylltum skilyrðum sem nánar eru tilgreind í viðauka A við lög þessi.

Viðauki A:

Skilyrði fyrir auka-aðild að MIH:

Til þess að geta orðið aukaaðili að MIH þarf viðkomandi meistari að færa sönnur á að hann starfi ekki sem sjálfstæður atvinnurekandi.  Tilkynna skal skrifstofu félagsins tafarlaust ef breytingar verða á fyrrgreindum skilyrðum.

Réttindi og skyldur aukaaðila:

Aukaaðili að MIH getur hvorki setið í stjórn félagsins né komið fram fyrir hönd félagsins og hann hefur ekki kosningarétt á fundum félagsins. Aukaaðili greiðir einungis félagsgjald MIH, en er undanskilinn öðrum gjöldum sem fullgildir aðilar MIH hafa skuldbundið sig til að greiða.