Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði er fagfélag löggiltra iðnmeistara í byggingaiðnaði. Félagið var stofnað 1968 og eru félagsmenn vel á annað hundrað úr 9 greinum.
Fréttir
Lausar vikur til næstu áramóta, í orlofshúsi MIH á Spáni, komnar á heimasíðuna.
Stjórn MIH ákvað að bjóða félagsmönnum að sækja um vikur í orlofshúsi félagsins á Spáni alveg til næstu áramóta. Nú hafa þær vikur sem ekki var sótt um verið settar á heimasíðuna, sjá undir orlofshús.
Aðalfundur og árshátíð MIH 2023.
Aðalfundur og árshátíð MIH. Þessir viðburðir verða haldnir á Hótel Geysi 11. febrúar 2023. Takið daginn frá, auglýsing verður send síðar. Um leið og auglýsing verður send er hægt panta gistingu en félagið hefur tekið frá herbergi handa öllum væntanlegum gestum.
Hver ábyrgist þinn meistara?
Meistaradeild SI

MIH eru aðili að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins - MSI. Deildin var stofnuð þann 15. apríl 2009 þegar formenn fimm meistarafélaga í byggingariðnaði undirrituðu yfirlýsingu um að stofna Meistaradeild byggingargreina.