Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði er fagfélag löggiltra iðnmeistara í byggingaiðnaði. Félagið var stofnað 1968 og eru félagsmenn vel á annað hundrað úr 9 greinum.
Fréttir
Súpufundur MIH í Kænunni
Stjórn MIH hefur ákveðið að boða til „súpufundar“ þar sem umræðuefnið er kynning á nýrri bókunarsíðu orlofshúsa MIH. Einnig mun Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri, ræða bygginga- og mannvirkjamál í Hafnarfirði.
Golfmót MIH haldið í Borgarnesi 8. júní 2023
Takið frá fimmtudaginn 8. júní næstkomandi. Þennan dag verður hið árlega golfmót MIH haldið í Borgarnesi. Ný skemmtinefnd ákvað að breyta verulega frá fyrri hefð og flýta golfmótinu. Megin ástæðan er að til að fá aðgang að bestu völlunum var ekkert annað í boði en að flýta dagsetningu.
Hver ábyrgist þinn meistara?
Meistaradeild SI

MIH eru aðili að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins - MSI. Deildin var stofnuð þann 15. apríl 2009 þegar formenn fimm meistarafélaga í byggingariðnaði undirrituðu yfirlýsingu um að stofna Meistaradeild byggingargreina.