Meistaradeild SI

Meistaradeildin hefur vaxið jafnt og þétt og nú starfa innan hennar 10 félög iðnmeistara.

Tilgangurinn er að skapa öflugan þverfaglegan umræðuvettvang og auka samstarf félagsmanna í byggingargreinum innan SI. 

Sjá nánar um Meistaradeildina

Ábyrgðarsjóður MSI

Aðilar innan Meistaradeildar SI hafa gert með sér samkomulag um stofnun Ábyrgðasjóðs.

Tilgangur með Ábyrgðasjóðnum er að skapa traust milli viðskiptavina og verktaka sem starfa innan Meistaradeildar byggingagreina Samtaka iðnaðarins og tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt samkomulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð.

Sjá nánar um Ábyrgðarsjóðinn

Ert þú að leita að löggiltum meistara?

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði dreifir reglulega auglýsingabækling þar sem er að finna alla félagsmenn.

Sjá bækling