Orlofshús
Um er að ræða glæsilegan sumarbústað búinn öllum þægindum við Sogið, nánar tiltekið í landi Ásgarðs í Grímsnesi og fallega íbúð í miðbæ Akureyrar.
Orlofshúsunum er úthlutað til félagsmanna af orlofshúsanefnd. En hægt er að hafa samband við skrifstofu til að kanna með lausar vikur eða helgar.
Yfir sumartímann er úthlutað viku í senn, frá mánudegi til mánudags. Haust, vetur og vor er boðið upp á helgarleigu, frá kl. 15 á föstudögum til kl. 12 á mánudögum.
Lausar vikur eftir formlega vetur/vor úthlutun 2021
Sumarhús Fljótsbakki:
Ekkert laust fyrr en í sumar. Umsóknarfrestur rennur út 23.apríl.
Fjólugata 15 Akureyri:
05/04-12/04, 12/04-19/04, 03/05-10/05.
Vikan er leigð á 37.000- kr. og helgin er leigð á 25.000- kr.
Athugið að á sumrin er bara hægt að leigja viku.
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 555-2666, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á mih@mmedia.is.