Orlofshús

Um er að ræða glæsilegan sumarbústað búinn öllum þægindum við Sogið, nánar tiltekið í landi Ásgarðs í Grímsnesi.

Orlofshúsinu er úthlutað til félagsmanna af orlofshúsanefnd. Hægt er að hafa samband við skrifstofu til að kanna með lausar vikur eða helgar, en upplýsingarnar hér að neðan eru ávallt uppfærðar um leið og eitthvað breytist.

Yfir sumartímann er úthlutað viku í senn, frá mánudegi til mánudags. Haust, vetur og vor er boðið upp á helgarleigu, frá kl. 15 á föstudögum til kl. 12 á mánudögum.

Lausar vikur eftir formlega sumarúthlutun 2022

Sumarhús Fljótsbakki:

29/08-05/09, 05/09-12/09.

Fjólugata 15 Akureyri: Er ekki í boði.

                   Fjólugatan er seld. Leit er hafin að annarri eign.

Vikan er leigð á 45.000- kr. og helgin er leigð á 30.000- kr.

Athugið að á sumrin er bara hægt að leigja viku.

Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 555-2666, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á mih@mmedia.is.