Vel heppnað Golfmót MIH

11. júl. 2017

Meistaramót MIH í golfi var haldið í Öndverðanesi 29. júní. Fyrsta golfmót félagsins, árið 2001, var einnig haldið í Öndverðanesi og er þetta mót því það sautjánda í sögu félagsins. Þátttaka var góð en 46 einstaklingar spiluðu frábærlega í góðu veðri.

Meistaramót MIH í golfi var haldið í Öndverðanesi 29. júní. Fyrsta golfmót félagsins, árið 2001, var einnig haldið í Öndverðanesi og er þetta mót því það sautjánda í sögu félagsins. Þátttaka var góð en 46 einstaklingar spiluðu frábærlega í góðu veðri. Völlurinn var skemmtilegur, í góðu standi, allt umhverfi hið glæsilegasta og þjónusta til fyrirmynda þannig að allt hjálpaðist að við að gera mótið frábært. Öllum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra framlag, en þeir voru margir og var þeim gerð góð skil á mótsstað.

Úrslitin í mótinu voru þau að í fyrsta sæti urðu Jón S. Hauksson og Sigurður Aðalsteinsson með 41 punkt. Í öðru sæti urðu Sveinberg Gíslason og Kristinn F. Eriksson með 40 punkta. Í þriðja sæti urðu Ásmundur Ólafsson og Tryggvi Sverrisson einnig með 40 punkta en Sveinberg og Kristinn voru með betra skor á seinni 9 holunum. Þess má geta að fjórða sætið var einnig með 40 punkta og ellefta sætið var með 38 punkta sem sýnir að um mjög jafna keppni var að ræða.

Nándarverðlaun voru veitt á 5 brautum og það voru eftirtaldir einstaklingar sem þau fengu: á 2. braut var næstur holu Kristinn F. Eriksson og hann var einnig næstur holu á 5. braut, á 13. braut var það Víðir Stefánsson, á 15. braut var það Sigurður Aðalsteinsson og á 18. braut var ákveðið að Gísli Sveinbergsson, bílstjóri og AÐALSMAÐUR væri næstur holu. Síðan var dregið úr skorkortum og var mikil ánægja með vinningana.

Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan. 

Hér má nálgast myndir frá mótinu.

Úrslit mótsins.