Stjórn MIH endurkjörin

11. maí 2021

Stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn fyrir skömmu. Fundarmönnum var skipt í tvö sóttvarnarhólf. Jón Þórðarson, formaður, flutti skýrslu stjórnar um störf síðasta árs og greindi frá nefndarstörfum, félagsmálum almennt, samstarfi við SI og samskiptum við Hafnarfjarðarbæ. Þá fór formaður inn á komandi tíma og horfur í atvinnumálum og fleira.

Reikningar félagsins voru samþykktir samhljóma. Í fjárhagsáætlun var lagt til óbreytt félagsgjald og einnig var lagt til að auka framlag til almennra funda félagsins. Fundarmenn fögnuðu þessu og samþykktu fjárhagsáætlunina samhljóða.

Á aðalfundinum voru 7 nýir félagar samþykktir í félagið og tóku fundarmenn því fagnandi.

Fráfarandi stjórnarmenn gáfu allir kost á sér til stjórnarsetu áfram og komu engin mótframboð að þessu sinni. Aðalstjórn er óbreytt og er þannig skipuð: Jón Þórðarson formaður, Hjálmar R. Hafsteinsson varaformaður, Sigurfinnur Sigurjónsson gjaldkeri, Stefán Örn Kristjánsson ritari og Hilmar Snær Rúnarsson meðstjórnandi. Fráfarandi varastjórn MIH gaf kost á sér áfram en á fundinum gaf Sveinn Halldórsson kost á sér til embættis í varastjórn. Í kosningum til varastjórnar fengu sitjandi varastjórnarmenn flest atkvæði, en ekki munaði miklu á atkvæðamagni. Því sitja áfram í varastjórn Kristinn Kristinsson, Arnar Þór Guðmundsson og Jóhann Unnar Sigurðsson.

Gestafyrirlesari var Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, og fjallaði hann um byggingargeirann með sérstaka áherslu á skipulags- og lóðamál í Hafnarfirði.

Adalfundur-2021-1-Ágúst Bjarni Garðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, var gestafyrirlesari.

Adalfundur-2021-2-Fundarmönnum var skipt upp í tvö sóttvarnarhólf.

Adalfundur-2021-3-Fundarmönnum var skipt upp í tvö sóttvarnarhólf.

Adalfundur-2021-4-Jón Þórðarson, formaður MIH, og Haraldur Þ. Ólason, fundarstjóri.

Adalfundur-2021-6-Kristinn Kristinsson formaður orlofsnefndar, Haraldur Þ. Ólafson, fundarstjóri, og Jón Þórðarson, formaður MIH.