Aðalfundur MIH var haldinn 8. febrúar

19. feb. 2013

Aðalfundur MIH var haldinn föstudaginn 8 feb. s.l. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönum en alls mættu 43 til fundarins. Haraldur Ólason var kjörinn fundarstjóri og Haukur Gunnarsson fundarritari.

Aðalfundur MIH var haldinn föstudaginn 8 feb. s.l. Fundurinn var vel sóttur af félagsmönum en alls mættu 43 til fundarins. Haraldur Ólason var kjörinn fundarstjóri og Haukur Gunnarsson fundarritari.

Í upphafi fundar var Helga S. Þórarinssonar Húsasmíðameistara minnst með mínútu þögn. Þá voru fjórir nýir félagsmenn boðnir velkomnir en með inngöngu þeirra eru félagsmenn MIH nú 141 talsins. Þá tók við dagsskrá samkvæmt lögum félagsins.

Að þessu sinni var kosið til tveggja ára í embætti formanns, ritara og meðstjórnanda. Undirritaður gaf áfram kost á sér til formanns og til áframhaldandi ritarastarfa Jón Þórðarson og Haukur Gunnarson til áframhaldandi starfa sem meðstjórnandi. Engin mótframboð bárust og voru því ofanritaðir kjörnir.

Í framboði til þriggja varamanna voru að þessi sinni fjórir í framboði. Sveinberg Gíslason, Samúel Jónsson og Gísli Ölver Sigurðsson sem allir sáttu í stjórn auk Hjálmars R. Hafsteinssonar. Varamenn eru kosnir til eins árs. Kosningin var afar jöfn og fór svo að Samúel Jónsson féll úr stjórn. Honum er enn og aftur þakkað kærlega fyrir störf hans í þágu félagsins. Þá er Hjálmar einnig boðinn velkominn til starfa.

Ekki kom til neinna fyrirspurnar undir önnur mál en undirritaður fór yfir fund sem hann átti með formanni Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar um hugsanlega sameiningu.

Hér er skýrsla stjórnar.

Hér er skýrsla skemmtinefndar.

Hér er skýrsla orlofsnefndar.

Hér eru myndir frá aðalfundinum.

Að aðalfundi loknum bauð stjórn að venju til kvöldverðar og að honum loknum var Dr. Ríkarður Kristjánsson verkfræðingur með stórskemmtilega framsögn um byggingamál almennt.

 

 

Ágúst Pétursson

Formaður MIH