Súpufundur MIH 5. maí 2022-einungis fyrir félagsmenn MIH

28. apr. 2022

Öll framboð í Hafnarfirði kynna áherslur sínar í bygginga- og mannvirkjamálum

Fimmtudaginn 5. maí n.k stendur Meistarafélag iðnaðarmann í Hafnarfirði að súpufundi fyrir félagsmenn sína. Slíkir fundir eru haldnir reglulega hjá félaginu en þar hafa verið kynnt og rædd helstu hagsmunamál félagsmanna hverju sinni.

Að þessu sinni vill félagið bjóða ykkar framboði, ásamt öðrum framboðum í Hafnarfirði, til fundarins til að ræða ykkar sýn á framtíð uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði og önnur mál sem tengjast byggingar- og mannvirkjamálum.

Fundurinn er haldin í Haukahúsinu að Ásvöllum og hefst kl. 11.30. Boðið er upp á léttan málsverð í upphafi fundar.