Áhyggjur af lóðaskorti

24. mar. 2017

Um 40 félagsmenn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, mættu til súpufundar í hádeginu í gær til að ræða skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.

Um 40 félagsmenn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, mættu til súpufundar í hádeginu í gær til að ræða skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu.

Til fundarins mætti Hrafnkell Proppé frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, til að ræða málin og kynna skipulag höfuðborgarsvæðisins. Það kom fram á fundinum að félagar MIH hafa miklar áhyggjur af verkefnaskorti vegna vöntunar á lóðum.