MIH og FIT afhentu Tækniskólanum vinnusloppa

27. sep. 2017

  • Vinnusloppar

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT) afhentu útibúi Tækniskólans, gamli Iðnskólinn í Hafnarfirði, vinnusloppa fyrir nemendur skólans.

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) og Félag iðn- og tæknigreina (FIT) afhentu útibúi Tækniskólans, gamli Iðnskólinn í Hafnarfirði, vinnusloppa fyrir nemendur skólans. Fyrir nokkrum árum gáfu þessi félög sambærilega sloppa en þeir voru orðnir mikið notaðir og farnir að láta á sjá. MIH og FIT finnst mikilvægt að aðstoða skólann, og ekki síður nemendurna, við það að allt sé sem snyrtilegast þ.m.t. vinnufatnaður nemanda. Bjarni Þorvaldsson kennari við skólann í Hafnarfirði tók á móti þessari höfðinglegu gjöf úr hendi Ágústs Péturssonar, formanns MIH, og Hilmars Harðarsonar, formanns FIT. Hér á myndum má sjá flotta nemendur í þessum glæsilega vinnufatnaði.