"Súpufundur" MIH var haldinn 6. mars.

18. mar. 2020

Mikill fjöldi félagsmanna sótti félagsfund Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, sem haldinn var síðastliðinn föstudag í Sælakoti, Golfskála Keilis í Hafnarfirði, áður en til samkomubanns kom. Framsögu á fundinum höfðu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Jóhanna Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, sem sögðu frá starfsemi SI og þeirri vinnu sem unnin er hjá samtökunum í þágu meistarafélaga innan SI. Á fundinum voru aðrir starfsmenn mannvirkjasviðs SI, þeir Friðrik Á. Ólafsson, Kristján Daníel Sigurbergsson og Sveinn Héðinsson sem allir eru viðskiptastjórar á mannvirkjasviði og svöruðu fyrirspurnum sem að þeim var beint.

Hér er slóð á frétt frá fundinum sem er á heimasíðu SI https://www.si.is/frettasafn/vel-sottur-fundur-meistarafelags-idnadarmanna-i-hafnarfirdi