Takið frá laugardaginn 20. febrúar 2016

18. des. 2015

Stjórn MIH hefur tekið ákvörðun um að aðalfundur og árshátíð félagsins verði haldin sama dag, laugardaginn 20. febrúar 2016 á Grand Hótel.

Stjórn MIH hefur tekið ákvörðun um að aðalfundur og árshátíð félagsins verði haldin sama dag, laugardaginn 20. febrúar 2016 á Grand Hótel.

Stjórn MIH hefur tekið ákvörðun um að aðalfundur og árshátíð félagsins verði haldin sama dag, laugardaginn 20. febrúar 2016 á Grand Hótel. Þetta er sama fyrirkomulag og var reynt í fyrra með það góðum árangri að ekki var spurning um annað en að gera þetta aftur.

Dagurinn hefst á því að félagsmönnum og mökum er boðið í bröns kl. 13.00. Aðalfundarstörf hefjast kl. 14.00 og stendur fundurinn til 15.30-16.00. Á meðan getur maki annaðhvort farið í verslunarferð eða nýtt glæsilega aðstöðu á Grand Hótel og farið í spa eða snyrtingu. Milli 17.00-19.00 kemur hópurinn saman í happy hour eða gleðistund.

Árshátíð félagsins hefst kl. 19.00 með fordrykk og að honum loknum hefst hefðbundin dagskrá árshátíðar sem verður auglýst betur þegar þegar nær dregur.

Hvetjum alla til að taka þennan laugardag frá!