Breytingar á sköttum og gjöldum sem hafa áhrif á félagsmenn SI

3. jan. 2014

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi 1. janúar sl. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi 1. janúar sl. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.

Staðgreiðsla, tekjuskattur og útsvar, verður á árinu 2014 í þrem þrepum:

  • Mánaðarlaun 0-290.000 á mánuði                     37,30%
  • Mánaðarlaun 290.0001-784.619 á mánuði 39,74%
  • Mánaðarlaun umfram 784.619 á mánuði            46,24%

Persónuafsláttur hækkar í kr. 50.498 á mánuði. 

Tryggingagjald lækkar úr 7,69% í 7,59%. 

Frádráttur vegna iðgjalds í séreignarsjóð hækkar úr 2% í 4% frá 1. júlí 2014. 

Auðlegðarskattur reiknast á gjaldaárinu 2014, 1,5% af  hreinni eign einstaklings í árslok 2013 yfir 75 m.kr. og hjóna yfir 100 m.kr. og 2% af hreinni eign einstaklings yfir 150 m.kr. og hjóna yfir 200 m.kr.   Stimpilgjald á lánsskjölum fellur niður.

Stimpilgjald á kaupsamningum um fasteignir hækkar úr 0,4% af fasteignamati í 0,8% hjá einstaklinum og í 1,6% hjá lögaðilum. Einstaklingar sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign fá 50% afslátt af stimpilgjaldi. 

100% endurgreiðsla virðisaukaskatts við vinnu manna á byggingastað er framlengd til ásloka 2014 og gildir fyrir íbúðarhús, sumarhús og byggingar í eigu sveitarfélaga.

Ýmiss gjöld hækka um 3% svo sem olíu- og kílómetragjald, bifreiðagjöld, gjöld á áfengi og tóbak, útvarpsgjald o.fl.