Hugleiðing formanns MIH um Velli 7, nú Skarðshlíð

1. mar. 2013

Stjórn MIH hefur eins og félagsmönnum er kunnugt unnið markvisst að því að fá deiluskipulagi að Völlum 7 breytt. Tilgangurinn er að gera hverfið vænlegra til framkvæmda miðað við þær breytingar sem fyrirséðar eru frá hruni.

Markmiðið með breytingunum er að fækka íbúðamagni hverjar einingar og gefa lóðarhafa frjálsar hendur með stærð íbúða og fjölda stæða í bílageymslum.

Stjórn MIH hefur eins og félagsmönnum er kunnugt unnið markvisst að því að fá deiluskipulagi að Völlum 7 breytt. Tilgangurinn er að gera hverfið vænlegra til framkvæmda miðað við þær breytingar sem fyrirséðar eru frá hruni.

Markmiðið með breytingunum er að fækka íbúðamagni hverjar einingar og gefa lóðarhafa frjálsar hendur með stærð íbúða og fjölda stæða í bílageymslum.

Við framlagningu kynningar á breyttu deiluskipulagi í desember sl. skilaði stjórnin inn athugasemdum við breytt skipulag á sömu forsendum og getið er hér að framan þar sem að okkar mati, hafði ekki verið tekið tillit til þessara þátta. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar hafði athugasemdir MIH til skoðunar,  lagði fram drög að svörum sem bæjarstjórnin  gerði að sínum á fundi þriðjudaginn  27. mars sl.

 

Skemmst er frá því að segja ekki var tekið tillit til okkar athugasemda nema að litlu leyti hafi verið.  Afar varhugavert er að okkar mati að skipuleggja svo mörg fjölbýlishús með sameiginlegri  bílageymslu þar sem telja má að slíkum kjarna verði vart úthlutað nema einum framkvæmdaraðila. Bæjaryfirvöldum hafa verið upplýst um að þær framkvæmdir sem hafist hefur verið í nærliggjandi sveitarfélögum byggja flestar á  10-18 íbúða húseiningum.  Til að vera samkeppnishæf við önnur sveitafélög við úthlutun lóðum þurfum við einnig að feta þann veg. Hætt er við að þegar fram í sækir að ekki verði litið við svo stórum einingum og af þeim sökum muni Vellir 7, sem nú hafa hlotið nafni Skarðshlíð, verða töluvert útundan hjá verktökum  til framkvæmda.

 

Hægt er að kynna sér skipulagið og athugasemdir og svör við þeim hér að neðan.

Breyttir deiliskipulagsskilmálar

Teikning af breyttu deiliskipulag

Samantekt athugasemda, úr fundagerð Skipulags- og byggingarráðs, tekið úr fundagerð