Golfmót MIH fór fram í fjölbreyttu veðri
Þá er Meistaramóti MIH í golfi lokið, en það var haldið að Hellishólum í Fljótshlíð 30. júní síðastliðinn. 50 manns spiluðu í mótinu sem er metþátttaka. Völlurinn var skemmtilegur en erfiður, umhverfið glæsilegt, öll þjónusta til fyrirmynda sem allt stuðlaði að því að gera mótið frábært.
Þá er Meistaramóti MIH í golfi lokið, en það var haldið að Hellishólum í Fljótshlíð 30. júní síðastliðinn. 50 manns spiluðu í mótinu sem er metþátttaka.
Völlurinn var skemmtilegur en erfiður, umhverfið glæsilegt, öll þjónusta til fyrirmynda sem allt stuðlaði að því að gera mótið frábært. Styrktaraðilar voru fjölmargir og er þeim þakkað fyrir sitt framlag.
Úrslitin í mótinu voru þau að í fyrsta sæti urðu Jón Þórðarson og Hallgrímur T. Ragnarsson með 39 punkta. Í öðru sæti urðu Hjálmar R. Hafsteinsson og Hafsteinn Ragnarsson með 37 punkta og í þriðja sæti Guðjón Snæbjörnsson og Björn Guðjónsson með 36 punkta. Þess má geta að fjögur pör fengu 36 punkta sem sýnir að um mjög jafna keppni var að ræða.
Nándarverðlaun voru veitt á fjórum brautum, þau fengu: á 5. braut Ragnar Guðlaugsson, á 9. braut Hallgrímur T. Ragnarsson, á 14. braut Stefán Jónsson og á 17. braut Albert Einarsson. Síðan var dregið úr skorkortum og var mikil ánægja með vinningana.
Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan.
Hér má nálgast myndir frá mótinu.
Hér má nálgast úrslit mótsins.