Afmælisár framundan hjá MIH

29. nóv. 2017

Þann 13. janúar 2018 er komið að miklum tímamótum hjá Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Félagið á fimmtíu ára afmæli þann dag og ætlar að gera vel við félaga sína á afmælisdeginum og reyndar á þessu ári með ýmsum viðburðum.


Fyrsti viðburðurinn verður á afmælisdeginum sjálfum. MIH hefur ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum ásamt mökum til afmælishófs í húsi Frímúrara hér í Hafnarfirði. Afmælishófið hefst kl. 17.00, áætlað er að formlegri dagskrá ljúki 19.00-19.30. Boðið verður uppá léttar veitingar, bæði í mat og drykk, og einhverjar óvæntar uppákomur verða. Megin tilgangur þessa afmælishófs er kalla félagsmenn saman til þess eins að hittast í tilefni þessa mikla viðburðar og líta yfir farinn veg og njóta samverunnar.

Næsti viðburður er síðan „afmælisárshátíðin“ sem verður veglegri en áður. Það verður auglýst betur síðar.

Einnig er gaman að geta þess að skemmtinefnd er að leita tilboða í vor- eða haustferð. Það verður einnig auglýst betur síðar.