Viljayfirlýsing um samstarf

8. okt. 2013

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um nánara samstarf og samráð. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag.

Mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um nánara samstarf og samráð. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar skrifuðu undir viljayfirlýsingu í dag.

Mannvirkjastofnun og SI, ásamt ýmsum hagsmunaaðilum, hafa undanfarið unnið breytingartillögur að texta nýrrar byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Markmiðið er að auka sveigjanleika, lagfæra helstu vankanta og skapa meiri sátt um reglugerðina. Þá hefur jafnframt verið unnið að skipulagi og framkvæmd ráðstefna og funda um byggingarmál. Báðir aðilar telja að gott samstarf sé til góðs fyrir íslenskan byggingariðnað og lýsa þess vegna vilja til þess að auka samstarfið og skilgreina það enn frekar.

Í samstarfinu felst meðal annars áframhaldandi samstarf um gerð tillagna að breytingum á byggingarreglugerð, skipulag og framkvæmd málþinga, þróun á leiðbeiningarblöðum Mannvirkjastofnunar og viðskipti með byggingarvörur.

Hér má lesa viljayfirlýsinguna í heild sinni.