Þörf fyrir meiri sveigjanleika í byggingarreglugerð

19. des. 2013

Meiri sveigjanleika vantar í byggingarreglugerð til að geta mætt þörf fyrir fleiri litlar og ódýrar íbúðir.  Þetta var það sem fram kom á málþingi Reykjavíkurborgar og Mannvirkjastofnunar sem haldið var síðasta fimmtudag.

Meiri sveigjanleika vantar í byggingarreglugerð til að geta mætt þörf fyrir fleiri litlar og ódýrar íbúðir.  Þetta var það sem fram kom á málþingi Reykjavíkurborgar og Mannvirkjastofnunar sem haldið var síðasta fimmtudag. Ánægja var með málþingið og kallað var eftir nánara samráði fagaðila um þessi mál.

Áhersla á þéttingu byggðar og aukið hlutfall leiguhúsnæðis í hverfum borgarinnar er hluti af nýju aðalskipulagi, sem Páll Hjaltason formaður skipulags og byggingarráðs kynnti . Borgarstjórn hefur samþykkt nýja aðalskipulagið og er það nú í umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun.

Sjá nánari umfjöllun um fundinn hér