Golfmót MIH var haldið á Akranesi 20, júní síðastliðinn.

24. jún. 2013

Enn á ný lék veðrið við þátttakendur í Golfmóti MIH sem haldið var á Akranesi, á frábærum golfvelli Golfklúbbsins Leyni. Golfvöllurinn var í frábæru ásigkomulagi og var öll aðstaða til fyrirmynda. Ekki má gleyma að þakka fyrir einstaklega góðar móttökur, og þjónustu í heild sinni.

Golfmót MIH var haldið á Akranesi 20, júní síðastliðinn.

6.24.13

Enn á ný lék veðrið við þátttakendur í Golfmóti MIH sem haldið var á Akranesi, á frábærum golfvelli Golfklúbbsins Leyni. Golfvöllurinn var í frábæru ásigkomulagi og var öll aðstaða til fyrirmynda. Ekki má gleyma að þakka fyrir einstaklega góðar móttökur, og þjónustu í heild sinni.

Þetta golfmót MIH er hið þrettánda í samfelldri röð golfmóta félagsins. Félagið hefur haft að leiðarljósi að vera ekki alltaf með þetta mót á sama velli og hefur félagsmönnum líkað það fyrirkomulag vel. Þau tímamót urðu að þessu sinni að einn félagsmaður, Egill Strange, sem tekið hefur þátt í öllum mótum félagsins fram að þessu ásamt Jóni Þórðarsyni, komst ekki í mótið. Af þessum sökum er Jón Þórðarson nú eini félagsmaðurinn sem hefur tekið þátt í öllum þrettán mótunum. Nú er bara spurningin hversu lengi hann heldur þetta út.

Ekki er hægt að sleppa því úr þessum pistli að geta þess að ánægjulegt var hversu mikið auðveldara var að afla styrkja nú en undanfarin ár. Vonandi er það vísbending um að bjartari tíð sé framundan í byggingargeiranum. Öllum styrktaraðilum var gerð góð skil á mótsstað og þeim hampað í hvívetna.

Öllum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra framlag.

Úrslitin í mótinu voru þau að í fyrsta sæti urðu Sófus Berthelsen og Sigurður Aðalsteinsson með 42 punkta. Í öðru sæti urðu Jón Þórðarson og Hallgrímur T. Ragnarsson með 40 punkta, og í þriðja sæti urðu Benedikt Jónasson og Pálmi Sveinbjörnsson með 39 punkta.

Nándarverðlaun voru veitt á öllum par 3 brautum og það voru eftirtaldir einstaklingar sem þau fengu: á 3. braut var næstur holu Pálmi Sveinbjörnsson, á 8. braut var það Sigurður Aðalsteinsson, á 14. braut var það Pétur Ingi Hilmarsson og á 18. braut var Friðrik Ág. Ólafsson næstur holu.

Að loknum hefðbundnum verðlaunaafhendingum var dregið úr skorkortum og er þessi viðburður oftar en ekki það sem vekur mesta gleði og varð eingin breyting á því að þessu sinni.

Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan.

Úrslit golfmóts MIH 2013

Slóð á myndir frá mótinu eru hér.