Segið ykkar álit á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar

14. nóv. 2018

Nú er kærkomið tækifæri á að segja sína skoðun á afgreiðslumálum/þjónustu Hafnarfjarðarbæjar, sjá frekari upplýsingar í þessari frétt. Ég hvet ykkur til að segja ykkar álit.

Heil og sæl,

Nýtum þetta tækifæri til að segja hvað vel er gert og til að koma með ábendingar um það sem betur mætti fara.

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/abendingagatt-um-thjonustu-baejarins-thitt-alit-takk

Viljum vekja athygli ykkar á úttekt sem er í gangi hjá Hafnarfjarðarbæ sem Capacent vinnur og hvetja ykkur til að taka þátt. í frétt hér fyrir neðan er verið að benda á ábendingagátt sem opnuð hefur verið og opinn fund með íbúum. En það er einnig verið að óska eftir samtali við fulltrúa fyrirtækja sjá meðfylgjandi:

Nú stendur yfir úttekt á stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar í samvinnu við Capacent. Í úttektinni er sérstaklega horft til þess að greina styrkleika og veikleika í þjónustu sveitarfélagsins. Í því ljósi er horft til þess hvernig bærinn skipuleggur þjónustuna og meðferð erinda frá fyrirtækjum sem stunda starfsemi í bænum. Fimmtudaginn 15. nóvember frá kl. 13:00-15:00 munu ráðgjafar Capacent halda opinn fund með fyrirtækjum og hagsmunaaðilum. Fyrirtæki er sérstaklega hvött til að koma á fundinn þar sem gert er ráð fyrir því að rætt verði um farveg samskipta á milli bæjarins og fyrirtækja, afgreiðslutíma erinda og gæði í þjónustunni. Markmið fundarins er að læra af reynslunni og bera kennsl á mögulegar úrbætur í þjónustu sveitarfélagsins til að auka skilvirkni og gæði.

Til þess að skrá sig má senda póst á ingunn.gudmundsdottir@capacent.is með nafni og fyrirtæki.