- gr. Félagið heitir Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði.
- gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Hafnarfirði og nær til lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar, Garða- og Bessastaðahrepps.
- gr. Tilgangur félagsins er:
- Að efla samstarf meðal meistara á félagssvæðinu og gæta hagsmuna þeirra almennt, en þó sérstaklega að því er snertir afstöðu þeirra til verkkaupa og vinnu þiggjenda.
- Að koma fram fyrir hönd meistaranna út á við og standa fyrir samningsgjörðum, þegar slíkt þykir við þurfa að dómi félagsstjórnar, eða einstakra iðngreinahópa innan félagsins.
- Að leiðbeina félögum og vera þeim til aðstoðar í öllu því, er þeim má að gagni koma og við kemur iðngreinum og atvinnu þeirra.
- Að vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og verkvöndun iðnstéttanna.
- gr. Félagið ákverður lágmark á kaupi félagsmanna, verð útseldrar vinnu og álagningu á efni. Má enginn félagsmaður vinna fyrir lægra kaup en lágmarkstaxta þá, er félagið ákveður.
Réttindi og skyldur
- gr. Félagar geta allir þeir orðið sem hafa meistarapróf í iðn sinni og reka sjálfstæðan atvinnurekstur. Sá er óskar upptöku í félagið skal senda stjórn þess skriflega umsókn ásamt inntökugjaldi og skal stjórn kanna lögmæti umsækjenda og bera inntökubeiðnina undir atkvæði á næsta félagsfundi til staðfestingar og telst viðkomandi þá fyrst löglegur félagi er hann hefur undirritað lög félagsins.
- gr. Úrsagnir úr félaginu skulu vera skriflegar og verður viðkomandi að vera skuldlaus við félagið til að úrsögnin sé gild. Þó getur enginn sagt sig úr félaginu á meðan á vinnudeilu stendur.
- gr. Félagsmönnum í Meistarafélaginu er óheimilt að vinna iðnaðarvinnu með öðrum utanfélagsmönnum en iðnnemum, iðnsveinum í starfandi sveinafélögum, svo og hjálparmönnum sem samkomulag hefur orðið um milli Meistarafélagsins og Sveinafélagsins.
- gr. Á öll tilboð og samninga, sem félagar félagsins gera, skal árita eða stimpla svohljóðandi fyrirvara: „Verktaki áskilur sér rétt til að fullnægja skyldum sínum sem félagi í Meistarafélagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði, hlýða lögum þess og öllum ákvörðunum félagsstjórnar, sem á þeim byggjast.“
- gr. Ekki mega félagsmenn árita teikningar sem meistarar, nema sem verktakar eða sem starfsmenn fyrirtækja, enda sjá þeir um daglegt eftirlit meðan á framkvæmdum stendur eins og lög og reglur félagsins gera ráð fyrir.
- gr. Engum félagsmanni er leyfilegt að ganga inn í verk eða gera tilboð í verk, sem annar félagsmaður hefur gert samning um að vinna, nema eftir samkomulagi við fyrrverandi verktaka og skal stjórn félagsins hafa úrskurðarvald í málinu ef um ágreining er að ræða.
- gr. Ef einhver félagi telur þörf á aðgerðum vegna ágreinings á vinnustað, skal hann senda skrifstofu félagsins skriflega tilmæli þar um, ásamt skýrslu um tildrög málsins. Ber þá framkvæmdastjór í samráði við formann félagsins að ákveða málsmeðferð. Synji framkvæmdastjóri og formaður um aðgerðir eða aðstoð, getur viðkomandi óskað eftir stjórnarfundi um málið, og fer þá um afgresiðlu þess samkvæmt ákvæðum 16. greinar þessara laga.
- gr. Verði félagið við kröfu einstaks félaga um aðgerðir, er leiða til sérstaks kostnaðar fyrir félagið, svo sem með rekstri mála fyrir dómstólum og eða greiðslu skaðabóta, skal viðkomandi félagi bera kostnað á móti félaginu í hlutfallinu 1:10, ef málið er þannig að hann einn hefur hag af rekstri þess. Hins vegar ber félagið eitt allan kostnað ef málið snertir alla í viðkomandi iðngrein.
- gr. Stjórn félagsins er skipuð 5 mönnum, formanni, ritara, gjaldkera, varaformanni og vararitara, kosnum á aðalfundi skriflegri bundinni kosningu til þriggja ára í senn. (Í fyrsta sinn formaður til eins árs, ritari og varaformaður til tveggja ára og gjaldkeri og vararitari til þriggja ára). Á sama hátt skal kjósa 3 varamenn til eins árs í senn. Einnig tvo endurskoðendur og einn til vara.
- Stjórnin hefur á hendi yfirstjórn alla mála milli funda, hún ræður framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn og ber að gera um slíkt skriflegan samning í hverju tilfelli. Hún ber ábyrgð á daglegum rekstri og semur reglugerð um starfsemi hennar.
- gr. Félaginu ber að hafa opna skrifstofu, er annast allar framkvæmdir félagsins að fyrirlagi stjórnar, svo sem uppmælingar verka ofl. gegn greiðslu. Heimilt er einnig, ef stjórn telur fært að láta skrifstofuna annast um innheimtu fyrir félagsmenn, aðstoða við bókhald, skattaframtöl og fleira slíkt.
- Félagsfundur hefur æðsta vald í öllum félagsmálum. Formaður boðar til allra funda félagsins og stjórnar þeim. Þó er formanni heimilt að tilnefna fundarstjóra í sinn stað. Í forföllum formanns gegnir varaformaður störfum hans. Ritari eða vararitari í hans stað skal bóka í gjörðabók félagsins í stuttu máli og afgreiðslu þeirra. Skal fundargerðin í lok fundar borin upp til samþykktar fundarmanna og undirritast af af formanni og ritara, er samþykkt hefur verið. Á stjórnarfundum skulu þó allir viðstaddir fundarmenn undirrita fundargerð. – Nú óska tveir stjórnarmenn eða fleiri, að haldinn sé stjórnarfundur og geta um ástæður. Ber þá formanni að boða til slíks fundar svo fljótt sem við verður komið. Berist fékagsstjórninni málefni til meðferðar, sem að dómi þriggja stjórnarmanna eða fleiri, er svo mikilsvarðandi, að rétt sé að leita til félagmanna um afgreiðslu þess, ber formanni að boða til almenns félagsfundar. Félagsfundi skal boða með þriggja daga fyrirvara og sé fundarefnis getið, þó má boða áríðandi skyndifundi með dags fyrirvara. Fundir eru löglegir sé löglega til þeirra boðað. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á öllum fundum félagsins, sé annað ekki fram tekið. Verði atkvæði jöfn um lausn mála, eða ákvörðun fundar, skal atkvæði formanns ráða úrslitum, nema um lagabreytingar sé að ræða, en þær öðlast því aðeins gildi að 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna greiði þeim atkvæði.
Aðalfundur
- gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrrihluta febrúarmánaðar ár hvert. Skal til hans boðað með sjö daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur, sé löglega til hans boðað. Málaskrá aðalfundar er: 1. Formaður gefur yfirlit um störf stjórnar á sl. ári. 2. Framkvæmdastjóri flytur skýrslu um starfsemi félagsins, mælingar og eftirlitsstörf og verkefni skrifstofu. 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár lagðir fram til afgreiðslu. 4. Kosning stjórnar sbr. 13. gr. laga. 5. Kosning varamanna, endurskoðenda og varamanna sbr. 13. gr. 6. Stjórn leggur fram fjárlagaáætlun fyrir komandi ár, tillögur um ársgjald og inntökugjald. 7. Önnur mál.
- gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið, og skal ársreikningum þess lokið eigi síðar en 20. dags janúar ár hvert. Skulu þeir sendir til endurskoðenda og þeir hafa lokið störfum sínum fyrir 8. febr.
- gr. Brot á lögum þessum, svo og löglegum samþykktum stjórnar eða félagsfunda, varða sektum frá kr. 1.000 til kr. 20.000 er ákveðast af stjórn. Skjóta má úrskurði stjórnar til félagsfundar til endanlegrar meðferðar. Skal það gert innan eins mánaðar frá úrskurði stjórnar. Heimilt er einnig að víkja viðkomandi úr félaginu um lengri eða skemmri tíma, samkv. úrskurði stjórnar eða félagsfundar. Úrskurði félagsstjórnar eða félagsfundar verður eigi skotið til dómstóla, en sektarfé má innheimta með málssókn.
- gr. Hætti félagið störfum, skulu eignir þess renna til þeirrar stofnunar, sem að dómi félagsskilafundar, er skyldust starfsemi félagsins og líklegust til að verða meisturum á félagssvæðinu að mestum notum. Um félagsslit ber að hafa tvo fundi með mánaðarmillibili og þurfa 2/3 hlutar atkvæðisbærra fundarmanna að samþykkja slitin á báðum fundum, svo löglegt sé.
- gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Þannig samþykkt á fundi sem var stofnfundur 13. janúar árið 1968.
|