Árshátíð MIH 2013

9. jan. 2013

Árshátíð meistarafélagsins verður haldin á GRAND Hótel Reykjavík laugardaginn 26. janúar.  

Vandað verður til veislunnar enda tilefnið ærið þar sem MIH varð 45 ára 13. janúar.  Dagskrá kvöldsins hefst með fordrykk kl. 19.00 en opnað verður inn í veislusalinn 19.30.

Veislustjóri er Brynja Valdís Gísladóttir. Hljómsveitina   skipa þekktir hljómlistamenn  sem spilað hafa lengi saman,  en vilja ekki uppljóstra nafninu að svo komnu máli.

 Skráning í síma 591-0100 eða á netfangið  mottaka@si.is Síðasti skráningardagur er 17. janúar.