Pistill frá Ágústi Péturssyni formanni MIH
Ágætu félagsmenn.
Undanfarið hefur það borist til eyrna undirritaðs að viðvera framkvæmdastjóra okkar á skrifstofu félagsins hafi verið óviðunnandi fyrir félagsmenn síðustu vikur. Eins og öllum ætti að vera ljóst þá hefur mikill tími farið í vinnu vegna tilkomu nýrra byggingarreglugerðar og hefur Friðrik verið í forustuhlutverki í þeirri vinnu og kynningu meðal fjölmiðla og eins í samskiptum við embættismenn og pólitíkusa.
Nú hefur náðst mikil árangur í því máli þó ekki sé fyrir séð á þessari stundu hvernig málið verður að endingu afgreitt frá Alþingi.
Af þessum sökum hefur viðvera hans ekki verið með þeim hætti sem kynnt hefur verið, vonandi að allir félagsmenn geti sýnt því skilning vegna ofanritaðs.
Stjórn félagsins hefur eftir sem áður ekki látið sitt eftir liggja í verkefnum á vegum félagsins. Nýverið var félagsfundur (súpufundur) með bæjarstjóra og starfsmönnum byggingar- og skipulagssviðs þar sem m.a annars var rætt um lóðarverð og fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum bæjarins. Fundurinn var afar vel sóttur, eða rúmlega 50 félagsmenn.
Þá er stjórn að vinna að athugasemdum vegna breitts skipulags Hádegishlíðar (áður Vellir 7) en skilafrestur er nú um miðjan desember. Mörg önnur smærri mál hafa ratað á borð stjórnar sem allt of langt mál væri að fara nánar í hér en þeim mun, eins og ávallt, verða gerð skil í skýrslu formanns á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í byrjun febrúar næstkomandi.
S.l. föstudag kom þó nokkur hópur í morgunkaffi á skrifstofu félagsins, það var kærkomin heimsókn og skipst var á skoðunum sem og málefni félagsmanna rædd. Margt áhugavert kom þar fram og okkur stjórnarmönnum, sem höfðu tækifæri á að mæta, þótti gott að heyra. Því vil ég hvetja félagsmenn að nota tækifærið og líta í kaffi og ræða málinn á föstudögum en þá er öllu jöfnu framkvæmdastjórinn eða undirritaður við á skrifstofu félagsins.
Að lokum sendi ég, f.h stjórnar, öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu jóla og nýársóskir.
Kveðja.
Ágúst Pétursson formaður MIH
Hvað er það nýjasta varðandi breytingar á byggingarreglugerð, sjáið hér.