Lóðaverð lækkar í Hafnarfirði

18. maí 2012

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lækkaði lóðaverð í bænum í síðustu viku.

Miklar og fjörugar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku þar sem ákveðið var að lækka lóðaverð. Hér má sjá fundagerð bæjarstjórnar.

MIH hefur í langan tíma hvatt bæjaryfirvöld til að lækka lóðaverð, en því miður talað fyrir daufum eyrum. Því fagnar félagið þessari lækkun þó svo að ekki hafi verið lækkað niður í þá tölu sem við vonuðumst eftir.

Hér má sjá verðskrána eins og hún lítur út í dag, en því miður er verðskráin tengd byggingarvísitölu og mun verð því líklega breytast fljótt því ekki er gert ráð fyrir því að vísitalan lækki í bráð.


2012_mai_lodaverd_i_Hafnarfirdi