Súpufundur MIH föstudaginn 18. nóvember 2011
Súpufundur verður haldinn í Haukahúsinu á Ásvöllum föstudaginn 18. nóvember kl. 11.30 til kl. 13.00.
Eins og ávallt byrjum við á að fá okkur léttan hádegisverð kl. 11.30 og eftir að félagsmenn eru sestir að snæðingi hefjum við dagskrá.
Fyrir fundinum liggja tvö mál, hið fyrra er að Gunnar Svavarsson mun kynna skipulag að uppbyggingu nýs Landsspítala og síðan mun Friðrik Ág. kynna þau mál sem Samtök iðnaðarins og MIH hafa verið að vinna að upp á síðkastið fyrir félagsmenn sína.
MIH hvetur alla félagsmenn til að mæta, en fundurinn er bara fyrir félagsmenn MIH.
Á fundum sem þessum gefst félagsmönnum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við stjórn félagsins.