Aðalfundur MIH var haldinn 4. febrúar síðastliðinn

18. mar. 2011

Aðalfundurinn var vel sóttur að vanda. Ítarlegar skýrslur úr starfi félagsins voru flutta af formanni félagsins og formönnum allra nefnda. Stjórn félagsins var endurkjörin, enda kom fram í ávörpum félagsmanna að stjórnin hafi staðið sig vel á erfiðum tímum. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum loknum flutti Magnús Sædal, byggingarfulltrúinn í Reykjavík, erindi sem féll í góðan jarðveg fundarmanna og er honum þakkað kærlega fyrir hans innlegg.

Hér er hægt að sjá myndir frá aðalfundinum 2011.