Alþingi var rétt í þessu að samþykkja framlengingu 100% endurgreiðslu á VSK vegna vinnu unninni á verkstað.

18. des. 2010

Framlengingin nær út árið 2011. Það er von okkar að þeir sem rétt eiga til þessarar endurgreiðslu taki þessari samþykkt vel og rjúki í viðhaldsvinnu á fasteignum sínum, sem oft á tíðum hafa setið á hakanum. Til að halda verðgildi fasteigna er mikilvægt að þær séu í sem allra besta ástandi svo nú er um að gera að notfæra sér þetta tækifæri sem hefur skapast með þessari samþykkt Alþingis. Af gefnu tilefni er rétt að geta þess að sveitafélög og hin ýmsu félagasamtök geta nýtt sér þessa 100% endurgreiðslu, en það náðist inn 1.mars 2009, sem ekki var áður.