Golfmót MIH fór fram í frábæru veðri.

29. jún. 2010

Golfmót MIH 2010 1Sigurvegarar golfmótsins að þessu sinni voru Sigurfinnur Sigurjónsson og Kristinn Jörundsson.

Þá er Meistaramóti MIH í golfi lokið, en það var haldið í Öndverðanesi 24. júní síðastliðinn. Góð þátttaka var í mótinu en 44 einstaklingar spiluðu í mótinu. Völlurinn hjá múrurunum var frábær, öll þjónusta til fyrirmynda þannig að allt hjálpaðist að til að gera mótið frábært. Öllum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra framlag, en þeir voru jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn.

Úrslitin í mótinu voru þau að í fyrsta sæti urðu Sigurfinnur Sigurjónsson og Kristinn Jörundsson með 39 punkta. Í öðru sæti urðu Jónas Sigurðsson og Jónas Kristófersson með 38 punkt, og í þriðja sæti urðu Jón Þórðarson og Hallgrímur T Ragnarsson með 37 punkt. Þess má geta að þeir sem voru í 10. sæti fengu 35 punkta sem sýnir að um mjög jafna keppni var að ræða.

Nándarverðlaun voru veitt á 4 brautum og það voru eftirtaldir einstaklingar sem þau fengu: á 2. braut var næstur holu Sigurður Aðalsteinsson, á 6. braut var það Jónas Sigurðsson, á 13. braut var það Björn Guðjónsson og á 15. braut var Stefán Jónsson næstur holu. Til gamans má geta þess að Sigurður var allra næstur holu eða 63 cm, sem er nákvæmlega sama fjarlægð og á síðasta móti. Að lokum var dregið úr skorkortum og var mikil ánægja með vinningana.

Að lokum er gaman að segja frá því að þetta mót tókst ekki síður vel en mótið í fyrra, sem haldið var á sama stað, og lagði skemmtinefndin fram pöntun fyrir mótið að ári liðnu.

Skemmtinefnd MIH þakkar bæði þátttakendum og velunnurum félagsins kærlega fyrir þeirra þátt í að gera þennan dag einstaklega ánægjulegan.

Hér eru heildar úrslit mótsins.

Hér eru myndir frá mótinu.