Vöntun á minni íbúðum

17. maí 2010

Að mati fasteignasala, og aðila sem vinna við byggingamarkaðinn, eru litlar íbúðir (tveggja og litlar þriggja herbergja) því sem næst uppseldar og talið löngu tímabært að snúa sér að framleiðslu slíkra íbúða. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ef farið yrði í að hefja undirbúning að framleiðslu slíkra eigna kæmu þær ekki til notkunar fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Nú hafa Samtök iðnaðarins ráðist í að telja fjölda þeirra íbúða sem eru í framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu og birtu á heimasíðu sinni, hér er slóð á fréttina. MIH telur rétt að benda á að í talningu SI er mikð af eignum í framleiðslu einkaaðila og alls ekki ætlað á almennan markað. MIH leggur áherslu á að það er nokkur uppsöfnuð þörf eftir íbúðum og alltaf koma einhverjir úr hverjum árgangi, til viðbótar, sem hafa þörf fyrir nýjum íbúðum. Við verðurm að passa að ekki komi upp slík þensla sem var fyrir nokkrum árum, allir kalla eftir stöðugleika. MIH telur mikla hættu á annarri þenslu ef ekkert verði gert í að uppfylla þarfir fyrstu íbúða kaupenda. Einnig hræðist MIH að fjárfestar, innlendir sem erlendir, séu að safna að sér eignum sem þeir hugsi sér að geyma í einhvern tíma eða þangað til íbúðaverð hækki að nýju. Þessir aðilar eru búnir að merkja það að íbúðaverð sé búið að ná lágmarki.