Golfmót MIH 2010

6. apr. 2010

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, þetta á svo sannarlega við þegar kemur að því að panta golfvelli. Skemmtinefnd MIH hefur ákveðið að golfmótið verði haldið í Öndverðanesi aftur, en mótið var haldið þar síðasta sumar og mæltu allir þátttakendur með því að halda mótið þar aftur að ári. Félagið tók uppá þeirri nýbreytni í fyrra að halda mótið á fimmtudegi og mæltist það vel fyrir. Af þessum sökum var ákveðið að endurtaka þetta og verður mótið haldið fimmtudaginn 24. júní næstkomandi. Frekari upplýsingar koma þegar nær dregur.