Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði
Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði er fagfélag löggiltra iðnmeistara í byggingaiðnaði. Félagið var stofnað 1968 og eru félagsmenn vel á annað hundrað úr 9 greinum.
Fréttir
Aðalfundur MIH
Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Selfossi 7 febrúar næstkomandi. Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl 13:30. Árshátíð félagsins verður haldin í kjölfarið og hafa fjölmargir félagar bókað sér gistingu bæði á föstudegi og laugardegi.
Sjáumst sem allra flest.Kveðja
Skemmtinefnd MIH
NánarBæjarstjórn Hafnarfjarðar óskaði eftir umsögn MIH
MIH fékk nýja húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar til umsagnar. MIH fagnar því að Hafnarfjarðarbær leiti umsagnar félagsins, hefði þó viljað lengri frest en skilaði umsögn á tilsettum tíma. Hér er frétt um málið, ásamt umsögninni, á heimasíðu SI, https://www.si.is/frettasafn/mih-fagnar-vandadri-husnaedisaaetlun-hafnarfjardar. Hægt er að nálgast drög að húsnæðisáætluninni á heimasíðu Hafnarfjarðar, reyndar á bæjarstjórn eftir að staðfesta hana, fundur Skipulags- og byggingarráð fundur 827 liður no. 11 .
Hver ábyrgist þinn meistara?
Meistaradeild SI
MIH eru aðili að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins - MSI. Deildin var stofnuð þann 15. apríl 2009 þegar formenn fimm meistarafélaga í byggingariðnaði undirrituðu yfirlýsingu um að stofna Meistaradeild byggingargreina.



